Ekkert lið sker sig úr enn sem komið er á þessu keppnistímabili í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum.
Arizona Cardinals tapaði í nótt þriðja leiknum á tímabilinu en fram að því hafði liðið tapað fæstum leikjum til þessa.
LA Rams vann Arizona 30:23 í nótt og hefur Arizona þá tapað þremur leikjum en unnið tíu. Meistararnir í Tampa Bay Buccaneers og Green Bay Packers eru í sömu stöðu.
LA Rams er eitt þeirra liða sem koma rétt á eftir með níu sigra í þrettán leikjum. Dallas Cowboys, Kansas City Chiefs, New England Patriots og Teneessee Titans eru í sömu stöðu.
Miðað við gengi liðanna til þessa er erfitt að spá fyrir um hvaða lið verða í Super Bowl snemma á næsta ári.