Eygló Fanndal Sturludóttir setti nýtt Norðurlandamet unglinga, 20 ára og yngri, í snörun á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem nú stendur yfir í Tashkent í Úsbekistan. Fjórir Íslendingar tóku þátt í mótinu og hafa lokið keppni.
Eygló lyfti 92 kg í síðustu tilraun í snörun og gætti jafnframt árangur sinn í jafnhendingu þar sem hún lyfti 110 kg. Þessi árangur fleytti henni í 20. sætið í -71 kg flokki kvenna á mótinu, og samanlagður árangur hennar, 202 kg, ásamt árangri í báðum greinum, er um leið Íslandsmet fullorðinna.
Eygló náði um leið besta samanlagða árangri íslenskrar konu í ólympískum lyftingum, í öllum þyngdarflokkum, en áður hafði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir lyft samanlagt 201 kg. Þá er árangur hennar sá þriðji besti í stigum frá upphafi í kvennaflokki.
Katla Björk Ketilsdóttir setti nýtt Íslandsmet í snörun í -64 kg flokki þegar hún lyfti 85 kg og hafnaði í fimmtánda sæti í flokknum. Hún bætti met Amalíu Óskar Sigurðardóttur sem keppti einnig í flokknum en féll úr leik í jafnhendingu.
Arnór Gauti Haraldsson var fjórði keppandi Íslands í Úsbeksistan og keppti í -89 kg flokki karla. Hann lyfti 128 kg í snörun og 147 kg í jafnhendingu og hafnaði í 24. sæti.