Sandra og Júlían íþróttafólk Reykjavíkur

Júlían J. K. Jóhannsson, Sandra Sigurðardóttir og Kári Árnason, fyrirliði …
Júlían J. K. Jóhannsson, Sandra Sigurðardóttir og Kári Árnason, fyrirliði Víkinga. Ljósmynd/Silja Úlfarsdóttir

Kraftlyftingakappinn Júlían J. K. Jóhannsson og knattspyrnukonan Sandra Sigurðardóttir voru í dag útnefnd íþróttafólk Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur við hátíðlega athöfn.

Júlían varð heimsmeistari í réttstöðulyftu í þungavigtarflokki á HM í Stavanger í Noregi um miðjan nóvember. Hann varð einnig Evrópumeistari í réttstöðulyftu á EM í Plzen í Tékklandi í ágúst.

Sandra varð Íslandsmeistari með kvennaliði Vals en hún er leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar með 314 leiki. Þá varði hún mark Íslands í undankeppni HM á árinu.

Þá var karlalið Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu útnefnt íþróttalið reykjavíkur en liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari á liðnu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert