Dansparið Nicoló Barvizi og Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar hafa verið kosin dansíþróttapar ársins af Dansíþróttasambandi Íslands, DSÍ. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem sambandið sendi frá sér í dag.
Nicolò Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir hafa dansað saman frá því í janúar árið 2016 en þau eru búsett í Aarhus í Danmörku.
Nicolo og Sara kepptu í janúar á Lottó Open og RIG þar sem þau sigruðu
bæði Standard-flokkinn og Latin-flokkinn í flokki fullorðina. Þau urðu svo Íslandsmeistarar
í Latin-dönsum í febrúar og tíu dönsum í mars.
Þau komust þar alla leið í úrslit á WDSF Open-dansmótinu í Plovdiv í Búlgaríu í september þar sem þau enduðu í enduðu í 6. sæti í Latin-dönsum og 5. sæti í Standard-dönsum. Þá urðu þau Norðurlandameistarar í Standard-dönsum í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í nóvember.
„Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2021 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð,“ segir í fréttatilkynningu Dansíþróttasambands Íslands.