Jóhanna eini keppandi Íslands á HM

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir tekur þátt á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir tekur þátt á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. mbl.is/Unnur Karen

Heimsmeistaramótið í 25 metra sundlaug hófst í Abú Dabí í morgun. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar er eini íslenski keppandinn á mótinu að þessu sinni.

​Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu einnig unnið sér inn keppnisrétt á mótinu en ákváðu að taka ekki þátt að þessu sinni vegna annarra verkefna.

​Jóhanna Elín hefur keppni í fyrramálið, föstudaginn 17. desember. Þá mun hún stinga sér til sunds í 100 metra skriðsundi, en hún keppir einnig í 50 metra skriðsundi mánudaginn 20. desember.

Um er að ræða fyrsta heimsmeistaramótið sem Jóhanna Elín tekur þátt á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert