Jóhanna komst ekki áfram

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir. mbl.is/Unnur Karen

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, hafnaði í 34. sæti af 89 keppendum í undanrásum 100 metra skriðsunds á HM í 25 metra sundlaug í Abú Dabí í morgun.

Þar með komst hún ekki áfram í undanúrslit í greininni þar sem aðeins þær 16 sundkonur með bestan tíma tryggðu sér sæti í þeim.

Jóhanna Elín synti á 55,27 sekúndum og hafnaði í 7. sæti í sinni undanrás en hefði þurft að synda á 53,85 sekúndum til þess að komast áfram.

Besti tími hennar í greininni er 54,74 sekúndur, sem hún náði á Íslandsmeistaramótinu í nóvember.

Jóhanna Elín keppir næst  í 50 metra skriðsundi á mótinu næstkomandi mánu­dag­, þann 20. des­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert