Íslandsmeistarar SA náðu fimm stiga forskoti á toppi Hertz-deildar karla í íshokkí með öruggum 4:1-sigri á Fjölni í Egilshöllinni í kvöld.
Hafþór Sigrúnarson kom SA yfir í fyrstu lotu og hann bætti við öðru marki í upphafi þriðju lotu. Kristján Kristinsson minnkaði muninn fyrir Fjölni skömmu síðar en Jóhann Már Leifsson skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútunum og tryggði SA þriggja marka sigur.
SA er í toppsætinu með 22 stig, SR í öðru með 17 og Fjölnir rekur lestina með þrjú stig.