Íslenskt uppátæki sem fékk heimsathygli

„Ég fékk mjög mikla athygli út á þetta,“ sagði Úlfar Jón Andrésson, leikmaður Fjölnis og landsliðsmaður í íshokkí, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Úlfar Jón, sem er 33 ára, vakti heimsathygli í kórónuveirufaraldrinum þegar hann lék sér að því að spila íshokkí á sprengigígum víðsvegar um landið.

Hann hefur æft íshokkí frá sex ára aldrei en hann rekur sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki, Iceland Actitvities, þar sem hann skipulagði meðal annars hokkíferðir á sprengigígana með viðskiptavinum sínum.

„Það hafa margir sem stunda íshokkí víðs vegar að úr heiminum haft samband við mig og komið í ferðir með mér út frá þessu uppátæki,“ sagði Úlfar.

„Ég hef líka farið með Íslendinga í svona ferðir, sem hafa ekkert endilega spilað hokkí áður, og þetta er eitthvað sem allir hafa haft mjög gaman að,“ sagði Úlfar meðal annars.

Viðtalið við Úlfar Jón í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert