„Foreldar mínir tóku mig og systur mína með sér í öll frí,“ sagði Úlfar Jón Andrésson, leikmaður Fjölnis og landsliðsmaður í íshokkí, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Úlfar, sem er 33 ára gamall, er alinn upp við mikla útivist en hann rekur eigið ferðaþjónustufyrirtæki í dag sem heitir Iceland Actitvities.
Hann hefur æft íshokkíð frá því að hann var sex ára gamall og á að baki 108 landsleiki fyrir öll landsliðs Íslands en hann hefur verið lykilmaður í landsliðinu undanfarinn áratug.
„Ég man alltaf eftir því þegar foreldar mínir voru spurðir að því hvort þau ætluðu nú ekki að taka smá frí án barnanna,“ sagði Úlfar.
„Svarið þeirra var einfalt; Það er ekkert frí án barnanna. Ég man alltaf eftir þessu og mér þykir virkilega vænt um þessar minningar,“ sagði Úlfar.
Viðtalið við Úlfar Jón í heild sinni má nálgast með því að smella hér.