Ótrúleg elja í foreldrunum

„Þegar að ég var sex ára þá var frétt um íshokkí í sjónvarpinu,“ sagði Úlfar Jón Andrésson, leikmaður Fjölnis og landsliðsmaður í íshokkí, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Úlfar, sem er 33 ára, hefur verið einn fremsti íshokkíleikmaður landsins undanfarinn áratug en hann byrjaði að æfa íþróttina þegar hann var sex ára gamall.

Hann hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari á sínum feril, tvívegis með uppeldisfélagi sínu SR og einu sinni með Birninum, en hann er fæddur og uppalinn í Hveragerði.

„Ég spurði pabba og mömmu hvort ég mætti byrja að æfa og það kom smá hik á þau enda vorum við búsett í Hveragerði,“ sagði Úlfar.

„Þau sögðu svo já og byrjuðu að keyra mig á æfingar í hverri einustu viku. Það skipti engu máli hvernig veðrið var og stundum tók það þrjá tíma að komast yfir Hellisheiðina ef það hafði snjóað mikið um daginn,“ sagði Úlfar.

Viðtalið við Úlfar Jón í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert