Svakalegt rothögg youtube-stjörnunnar (myndskeið)

Jake Paul og Tyron Woodley í bardaganum í nótt.
Jake Paul og Tyron Woodley í bardaganum í nótt. AFP

Youtube-stjarnan Jake Paul vann sinn fimmta boxbardaga af fimm í nótt þegar hann rotaði Tyron Woodley, fyrrverandi meistara í veltivigt í UFC í blönduðum bardagalistum, með mögnuðu rothöggi.

Þetta var í annað skipti sem Paul og Woodley mætast í hringnum, en það gerðu þeir líka í ágúst á þessu ári. Þar vann Paul eftir klofna dómaraákvörðun.

Ekkert slíkt var uppi á teningnum í nótt þar sem Paul náði mögnuðu höggi og steinrotaði Woodley í sjöttu lotu.

Rothöggið má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert