Sundkonan Jóhanna Elín Guðmundsdóttir keppti í undanrásum í 50m skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Abú Dabí í morgun.
Jóhanna Elín kom í mark á tímanum 25:25 sekúndur sem er alveg við hennar besta tíma í greininni eða 25:08 sekúndur.
Hún hafnaði í 34. sæti og komst ekki áfram í úrslit en hún hafnaði einnig í 34. sæti í 100m skriðsundi á föstudaginn í síðustu viku.
Jóhanna hefur því lokið keppni á heimsmeistaramótinu en hún var eini keppandi Íslands á mótinu.