Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafa verið útnefnd sundfólk ársins. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem sundsamband Íslands sendi frá sér í dag.
Anton Sveinn, sem er 28 ára gamall, var eini íslenski íþróttamaðurinn sem náði lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem fram fór í sumar.
Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn sundmaður ársins en hann er sem stendur í 13. sæti á heimslistanum í 200m bringusundi í 25 metra laug.
Snæfríður Sól keppti á Ólympíuleikunum í Tókýó í 200m skriðsundi og hafnaði 22. sæti. Þá komst hún í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í Kazan í 25 metra laug í nóvember.
Hún setti Íslandsmet í Tókýó í 200m skriðsundi en hún æfir og keppir í Danmörku þar sem hún er búsett.