Sannfærandi sigur Svisslendingsins

Marco Odermatt fagnar sigrinum í dag.
Marco Odermatt fagnar sigrinum í dag. AFP

Svisslendingurinn Marco Odermatt  styrkti stöðu sína á toppi heimsbikarsins í alpagreinum með því að sigra á sannfærandi hátt í stórsvigskeppni í Alta Badia á Ítalíu í dag.

Odermatt vann sinn þriðja sigur á fjórum stórsvigsmótum í vetur og fékk samanlagðan tíma 2:26,07 mínútur.  Ítalinn Luca De Aliprandini varð annar, 1,01 sekúndu á eftir Odermatt og rétt á eftir honum varð Þjóðverjinn Alexander Schmid.

Odermatt er með yfirburðastöðu í stigakeppninni í stórsvigi, 380 stig, 167 stigum á undan Henrik Kristoffersen frá Noregi sem varð fjórði í greininni í dag.

Í heildarstigakeppninni er Oderematt líka með góða stöðu á toppnum, 633 stig, en Matthias Mayer frá Austurríki er annar með 405 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert