Fallon Sherrock er úr leik á heimsmeistaramótinu í pílukasti eftir tap gegn Steve Beaton í 96-manna úrslitum í Alexandra Palace í Lundúnum í gær.
Sherrock, sem er frá Bretlandi, tapaði 2:3-gegn Beaton en hann er að taka þátt í sínu 31. heimsmeistaramóti á meðan Sherrock var að keppa í annað sinn.
Sherrock, sem er 27 ára gömul, tók þátt í heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í fyrra og sló þá rækilega í gegn þar sem hún féll úr leik í 32-liða úrslitum.