Afturelding á flesta leikmenn í úrvalsliði fyrri hluta úrvalsdeildar kvenna í blaki og Hamar á flesta leikmenn í úrvalsliði úrvalsdeildar karla en liðin voru opinberuð í dag.
Sjö leikmenn eru í hvoru úrvalsliði og hjá konunum eru þrjár úr liði Aftureldingar. Gonzalo Garcia þjálfari Þróttar í Fjarðabyggð stýrir liðinu en það skipa þær Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Tea Andric úr KA, Thelma Dögg Grétarsdóttir, Luz Medina og María Rún Karlsdóttir úr Aftureldingu og þær Paula Miguel de Blaz og María Jimenes úr Þrótti í Fjarðabyggð.
Úrvalslið karla hefur á að skipa fimm leikmönnum Hamars frá Hveragerði en liðið er taplaust á tímabilinu. Hafsteinn Valdimarsson, Kristján Valdimarsson, Ragnar Ingi Axelsson, Wiktor Mielczarek og Damian Sapor koma allir frá Hamri en þeir Hristiyan Dimitrov úr HK og Carlos Eduardo Rangel úr Vestra eru einnig í liðinu. Massimo Pistoia þjálfari HK stýrir liðinu.