Andri ráðinn í stað Líneyjar

Andri Stefánsson hefur verið aðalfararstjóri Íslands á undanförnum Ólympíuleikum, síðast …
Andri Stefánsson hefur verið aðalfararstjóri Íslands á undanförnum Ólympíuleikum, síðast í Tókýó í sumar. Ljósmynd/ÍSÍ

Andri Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en ÍSÍ tilkynnti um ráðninguna í dag. Hann tekur við starfinu af Líneyju Rut Halldórsdóttur sem lét af störfum fyrr á þessu ári.

Í tilkynningu ÍSÍ segir:

Andri er 49 ára gamall íþróttafræðingur með meistaragráðu í íþróttastjórnun og hefur starfað hjá ÍSÍ síðan 2002, fyrst sem sviðsstjóri Fræðslu og útbreiðslusviðs ÍSÍ og síðar sem sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og sem staðgengill framkvæmdastjóra.

Hann hefur mikla reynslu og þekkingu á starfi íþróttahreyfingarinnar, jafnt innanlands sem erlendis, en hann hefur meðal annars verið aðalfararstjóri á Ólympíuleikum síðan 2008 og á nú sæti í tækninefnd Smáþjóðaleika Evrópu fyrir hönd ÍSÍ. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti einróma að ráða Andra í starfið. Umsækjendur voru alls 29 talsins og var ráðningarferlið í umsjá Hagvangs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert