Dregið var til átta liða úrslitanna í bikarkeppni karla og kvenna í blaki, Kjörísbikarnum, í dag og þar drógust saman lið HK og Þróttar úr Fjarðabyggð, bæði í karla- og kvennaflokki.
Leikur karlaliða félaganna fer fram í Kópavogi en kvennaliðin mætast í Neskaupstað. Niðurstaðan í drættinum varð þessi:
Karlar:
Vestri – Þróttur Vogum
HK – Þróttur Fjarðabyggð
Hamar – Fylkir
KA – Afturelding
Konur:
Þróttur Reykjavík – KA
Völsungur – Afturelding
Keflavík – Álftanes
Þróttur Fjarðabyggð – HK