Ómissandi þáttur fyrir landsleiki er að hlýða á þjóðsöngvana. Þeir eru fyrir löngu orðnir hluti af alþjóðlegum íþróttakeppnum og hafa vafalítið mikil áhrif á íþróttafólkið sjálft. Er það skiljanlegt vegna þjóðernisvitundar sem er ekki langt undan þegar þjóðir reyna með sér í íþróttum.
Einu hef ég þó aldrei botnað almennilega í og það er sú hefð að spila þjóðsöng fyrir íþróttaviðburði þar sem lið frá sömu þjóð keppa. Hér heima er þjóðsöngurinn til að mynda spilaður fyrir bikarúrslitaleiki í ýmsum greinum. Ef til vill er það gert til að gefa viðburðinum hátíðlegan blæ.
Hægt væri að leika alls kyns önnur lög í staðinn eins og Vestfjarðaóð með Kan. Ef Hebbi kemur leikmönnum ekki upp á tærnar, hver gerir það þá?
Bakvörður Kristjáns er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag