Heims-og ólympíumeistari smitaðist

Mikaela Schiffrin.
Mikaela Schiffrin. AFP

Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún er smituð af kórónuveirunni. 

Um sex vikur eru nú þar til Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Kína en erfitt er að segja til um hversu mikið smitið riðlar undirbúning Shiffrin fyrir leikana. Hún er líkleg til afreka á leikunum, sérstaklega í svigi og stórsvigi. 

Shiffrin er 26 ára gömul og hefur bæði unnið til gullverðlauna á Vetrarólympíuleikum og heimsmeistaramótum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert