Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún er smituð af kórónuveirunni.
Um sex vikur eru nú þar til Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Kína en erfitt er að segja til um hversu mikið smitið riðlar undirbúning Shiffrin fyrir leikana. Hún er líkleg til afreka á leikunum, sérstaklega í svigi og stórsvigi.
Shiffrin er 26 ára gömul og hefur bæði unnið til gullverðlauna á Vetrarólympíuleikum og heimsmeistaramótum.
👋, I wanted to let you all know that I’m doing well, but unfortunately I had a positive COVID test. I’m following protocol and isolating, & I will miss Lienz. Best of luck to my teammates…I’ll be cheering for you. Thank you all for your support. I’ll see you in the new year. 🤍 pic.twitter.com/YxZnwWP6f1
— Mikaela Shiffrin (@MikaelaShiffrin) December 27, 2021