Fágæt þrenna hjá Norðmanninum

Aleksander Aamodt Kilde á fullri ferð í Bormio í dag.
Aleksander Aamodt Kilde á fullri ferð í Bormio í dag. AFP

Norðmaðurinn Aleksander Aamodt Kilde náði í dag þeim fágæta árangri að vinna þrjú mót í röð í heimsbikarnum í alpagreinum þegar hann vann á glæsilegan hátt í risasvigi í Bormio á Ítalíu í dag.

Hann er sá fyrsti í fimm ár til að vinna þrjú mót í röð í risasviginu en hann sigraði í Kólóradó í Bandaríkjunum í byrjun desember og aftur í Val Gardena á Ítalíu fyrir tveimur vikum.

Kilde var 72/100 úr sekúndu á undan Raphael Häser sem kom á óvart með því að ná öðru sætinu en Vincent Kriechmayr frá Austurríki varð þriðji og hefur þar með verið í hópi fimm efstu á átta risasvigsmótum í röð.

Marco Odermatt, sem er með forystu í stigakeppni heimsbikarsins, var með góða stöðu eftir fyrri ferð en hlekktist á í þeirri síðari og endaði í áttunda sæti. Kilde er annar í stigakeppninni, 276 stigum á eftir Odermatt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert