Samtök íþróttafréttamanna birtu í kvöld niðurstöðurnar í kjörinu á íþróttamanni ársins 2021 en kjörinu var lýst í 66. skipti, frá 1956, og fór að þessu sinni fram í sjónvarpssal hjá RÚV vegna sóttvarnaráðstafana.
Þetta er annað árið í röð sem þannig er staðið að málum en fram að því hafði besta íþróttafólk landsins ávallt verið heiðrað frammi fyrir fullum sal af fólki og athöfnin hafði farið fram í Hörpu í Reykjavík undanfarin ár.
Ómar Ingi Magnússon handknattleiksmaður var kjörinn íþróttamaður ársins, Þórir Hergeirsson var kjörinn þjálfari ársins og kvennalandsliðið í hópfimleikum var kjörið lið ársins en niðurstöðurnar má sjá í meðfylgjandi fréttum. Þá var Einar Vilhjálmsson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ.
Mummi Lú var í sjónvarpssal sem ljósmyndari fyrir alla fjölmiðla og aðra aðila og tók meðfylgjandi myndir:
Þrír fulltrúar handboltans meðal tíu efstu - Bjarki Már Elísson, Ómar Ingi Magnússon og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Aron Pálmarsson var fjarverandi.
Ljósmynd/Mummi Lú
Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Ómar Ingi Magnússon íþróttamaður ársins og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ
Ljósmynd/Mummi Lú
Kristín Þórhallsdóttir og Júlían J. K. Jóhannsson - kraftlyftingafólkið í hópi tíu efstu.
Ljósmynd/Mummi Lú
Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í öðru sæti
Ljósmynd/Mummi Lú
Þrír íþróttamenn ársins voru á staðnum. Einar Vilhjálmsson íþróttamaður ársins 1983, 1985 og 1988, Ómar Ingi Magnússon 2021 og Júlían J. K. Jóhannsson 2019
Ljósmynd/Mummi Lú
Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Einar Vilhjálmsson sem var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ
Ljósmynd/Mummi Lú
Einar Vilhjálmsson var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ og flutti áhrifaríkt ávarp.
Ljósmynd/Mummi Lú
Eva Björk Benediktsdóttir og Kristjana Arnarsdóttir á RÚV voru kynnar kvöldsins.
Ljósmynd/Mummi Lú
Tómas Þór Þórðarson formaður samtaka íþróttafréttamanna kynnti niðurstöðuna í kjörinu á íþróttamanni ársins.
Ljósmynd/Mummi Lú
Eva Björk Benediktsdóttir og Kristjana Arnarsdóttir ræddu við Ómar Inga Magnússon eftir að hann hafði tekið við verðlaunagripunum.
Ljósmynd/Mummi Lú
Tómas Þór Þórðarson formaður samtaka íþróttafréttamanna afhenti Ómari Inga Magnússyni verðlaunagripinn stóra.
Ljósmynd/Mummi Lú
Rut Arnfjörð Jónsdóttir óskar Ómari Inga Magnússyni til hamingju.
Ljósmynd/Mummi Lú