Besti árangur Íslendingsins

Snorri Einarsson
Snorri Einarsson

Skíðagöngumaðurinn Snorri Einarsson náði sínum besta árangri á tímabilinu er hann hafnaði í 28. sæti á þriðju keppni af sex í Tour de Ski-keppninni en keppt er í Oberstdorf í Þýskalandi.

Snorri var 55 sekúndum á eftir Johannes Klæbo sem kom fyrstur í mark en sá norski er fremsti skíðagöngumaður heims.

Í Tour de Ski er sex keppnisgreinum dreift á átta daga og samanlagður sigurvegari fær 400 heimsbikarstig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert