Egill og Sofia Sóley tennisfólk ársins

Sofia Sóley Jónasdóttir og Egill Sigurðsson.
Sofia Sóley Jónasdóttir og Egill Sigurðsson. Ljósmynd/TSÍ

Egill Sigurðsson úr Víkingi Reykjavík og Sofia Sóley Jónasdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs voru í gær útnefnd tennismaður og tenniskona Tennissambands Íslands á árinu 2021.   

Verðlaunin voru veitt á jólabikarmóti TSÍ í gær.

Sofia Sóley og Raj K. Bonifacius úr Vík­ingi eru jólabikarmeistarar  í einliðal­eik kvenna og karla eftir að hafa borið sigur úr býtum í úrslitaleikjum sínum er mótinu lauk í gær. Þau voru einnig krýnd stigameistarar TSÍ fyrir árið 2021.

Sofia Sóley hafði betur gegn Önnu Soffíu Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs 6:2, 4:6 og 6:0.

Raj vann Hjalta Pálsson úr Fjölni 6:2, 5:7 og 6:2.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert