Wright mætir Smith í úrslitum HM

Peter Wright sló Gary Anderson úr leik í gær.
Peter Wright sló Gary Anderson úr leik í gær. Ljósmynd/@bet365

Englendingurinn Michael Smith og Skotinn Peter Wright mætast í úrslitaeinvígi heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fram fer í Alexandra Palace í Lundúnum í kvöld.

Smith tryggði sér sæti í úrslitum með afar öruggum 6:3-sigri gegn Englendingnum James Wade í fyrri úrslitaeinvígi gærdagsins.

Í hinu undanúrslitaeinvíginu vann Wright 6:4-sigur gegn Skotanum Gary Anderson en Wright var talinn næstlíklegastur til þess að vinna keppnina fyrir mótið.

Sá líklegasti, Gerwin Price, var sleginn úr leik í átta liða úrslitum keppninnar af Michael Smith en Price vann mótið í fyrra.

Vinna þarf sjö sett til þess að tyggja sér heimsmeistaratitilinn en Wright fagnaði síðast sigri á mótinu árið 2020 þegar hann lagði Michael van Gerwen í úrslitaleik en þetta var annar úrslitaleikur Wrights. Hann tapaði fyrir Van Gerwen í úrslitaleik árið 2014. 

Michael Smith hefur einu sinni áður komist í úrslitaleik heimsmeistaramótsins, árið 2019, en þá tapaði hann 3:7 fyrir Michael van Gerwen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert