Sá besti fékk undanþágu

Novak Djokovic fær tækifæri til þess að verja meistaratitilinn í …
Novak Djokovic fær tækifæri til þess að verja meistaratitilinn í Ástralíu eftir allt saman. AFP

Novak Djokovic, besti tennisleikari heims í karlaflokki, fær tækifæri til þess að verja titil sinn á Opna ástralska meistaramótinu sem fram fer í Melbourne og hefst 17. janúar. Það er BBC sem greinir frá þessu.

Reglur mótshaldara kveða á um að allir keppendur í Melbourne þurfi að vera bólusettir gegn kórónuveirunni en Djokovic hefur ekki viljað gefa það upp hingað til hvort hann sé bólusettur fyrir veirunni.

Reglur mótahaldara kveða hins vegar einnig á um að hægt sé að fá undanþágu frá bólusetningarskyldu með læknisvottorði.

Serbinn, sem er 34 ára gamall, hefur unnið Opna ástralska undanfarin þrjú ár en hann er í efsta sæti heimslistans og hefur verið það frá árinu 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert