Forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Sebastian Coe frá Bretlandi, segir tilgangslaust að sniðganga Ólympíuleika líkt og nokkrar þjóðir gera nú varðandi Vetrarólympíuleikana í Kína.
Stjórnmálamenn frá Bandaríkjunum, Bretland, Ástralía og Kanada ætla að sniðganga leikana í Peking af pólitískum ástæðum eins og fram hefur komið. Mannréttindamál í Kína eru þar í brennidepli.
„Sniðganga stjórnmálamanna hefur satt að segja engan tilgang. Ég tekk samt ekki mannréttindabrotum af léttúð því ég lít mannréttindi mjög alvarlegum augum. Ég tel einfaldlega sniðgöngu sem þessa engu skila til lengri tíma litið. Þegar allt kemur til alls þá bitnar þetta mest á íþróttafólkinu,“ hefur Reuters eftir Coe sem situr í stjórn ólympíunefndar Bretlands.