„Það kom fólki ekkert á óvart að ég væri frá Íslandi þegar ég byrjaði að vekja athygli,“ sagði Ylfa Rúnarsdóttir, atvinnukona á snjóbretti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Ylfa, sem er 27 ára, skrifaði undir samning við snjóbrettaframleiðandann Burton á síðasta ári og er í dag ein þekktasta stærðin í snjóbrettaheiminum kvennamegin.
Árið 2010 gerði snjóbrettakappinn Halldór Helgason sér lítið fyrir og vann risastökkið á X-Games-leikunum í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum en keppnin er sú stærsta í snjóbrettaheiminum enn þann dag í dag.
„Halldór Helgason kom Íslandi á kortið í snjóbrettaheiminum með árangri sínum á X-Games,“ sagði Ylfa.
„Hann er það stórt nafn í brettaheiminum að fólk heldur að snjóbrettamenningin á Íslandi sé risastór, þökk sé honum,“ sagði Ylfa.
Viðtalið við Ylfu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.