Djokovic handtekinn á ný?

Srdan Djokovic, faðir Novaks Djokovic, ávarpar stuðningsfólk sonar síns í …
Srdan Djokovic, faðir Novaks Djokovic, ávarpar stuðningsfólk sonar síns í Belgrad þar sem aðgerðum Ástrala hefur verið harðlega mótælt. AFP

Serbinn Novak Djokovic, fremsti tennismaður heims, hefur verið handtekinn á nýjan leik í Ástralíu.

Þetta kemur fram í serbneskum fjölmiðlum sem vitna í föður Djokovic.

Djokovic var í morgun látinn laus úr einangrun í Melbourne eftir að dómari úrskurðaði að ekki hefði verið rétt að því staðið að meina honum að dvelja í Ástralíu þar sem hann væri ekki með tilskilin gögn sem sýndu að hann væri bólusettur fyrir kórónuveirunni.

Þessar fréttir eru óstaðfestar enn sem komið er og ástralskir fréttamenn segja þær óáreiðanlegar. BBC segir að fjölskylda Djokovic hafi boðað til fréttamannafundar í Belgrad klukkan 11 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert