Djokovic farinn að æfa í Ástralíu

Novak Djokovic á æfingu í Melbourne í gærkvöldi.
Novak Djokovic á æfingu í Melbourne í gærkvöldi. AFP

Novak Djokovic, fremsti tennismaður heims, hóf í gærkvöld æfingar í Ástralíu til að búa sig undir Opna ástralska mótið sem hefst þar á mánudaginn.

Hann fékk í gær leyfi til að dvelja í landinu eftir að dómari ógilti þá ákvörðun að taka ekki vegabréfsáritun hans gilda þegar Serbinn kom til Melbourne síðasta fimmtudag. Hann sat í einangrun í fjóra sólarhringa á sóttvarnahóteli í borginni þar til mál hans var tekið fyrir í gær.

Eftir sem áður hafa þó áströlsk yfirvöld rétt til að ógilda áritun hans og senda Djokovic úr landi.

Þegar hann kom til Melbourne á fimmtudaginn var honum ekki hleypt í gegnum vegabréfsskoðun á þeim forsendum að áritun hans væri ekki gild, þar sem ekki kom fram hvort hann væri bólusettur fyrir kórónuveirunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert