Heimsmeistaramót fatlaðra í skíðaíþróttum hefst í Noregi á morgun. Alpagreinamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er eini fulltrúi Íslands á mótinu.
Mótið verður sett í Lillehammer miðvikudaginn 12. janúar. Þetta verður í fyrsta sinn sem allar vetrargreinar fatlaðra verða í boði á einu og sama heimsmeistaramótinu. Tæplega þúsund vertararíþróttamenn frá tæplega 50 löndum verða samankomnir í Noregi næstu daga.
Hilmar Snær keppir á seinni stigum mótsins í svigi og stórsvigi. Keppni í stórsvigi fer fram 19. janúar en svigkeppnin fer fram 21. janúar.
Hægt verður að fylgjast með beinum netútsendingum frá mótinu á Facebook-síðu Íþróttasambands fatlaðra.