Tiana Ósk Whitworth, ein sprettharðasta kona landsins, er mætt aftur á hlaupabrautina eftir meiðsli sem settu strik í reikninginn á síðasta keppnistímabili.
Tiana var á meðal þátttakenda á innanhúsmóti Reykjavíkurfélagana um síðustu helgi og hljóp 60 metra á 7,54 sekúndum sem er hennar þriðji besti tími á ferlinum.
Á hún best 7,47 sekúndur frá árinu 2018 sem er Íslandsmet sem hún deildir með Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur.
„Ég vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta,“ er haft eftir Tiönu á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.