Almennir áhorfendur fá ekki að kaupa miða á Vetrarólympíuleikana í Peking sem hefjast í næsta mánuði í Kína. Það er Sportsmail sem greinir frá þessu.
Til stóð að almenningur í Kína fengi að kaupa miða á leikana en af því verður ekki vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.
Mótahaldarar í Peking höfðu gefið það út að erlendir áhorfendur fengju ekki að koma inn í landið til þess að fylgjast með leikunum í ár.
Í tilkynningu frá mótahöldurum í Kína kemur hins vegar fram að útvöldum verði boðið á leikana en þeir áhorfendur munu þurfa að fylgja ströngum sóttvarnarreglum bæði fyrir og á meðan leikunum stendur.