Hilmar Snær Örvarsson er níundi eftir fyrri ferðina í svigi á heimsmeistaramóti fatlaðra í Lillehammer í Noregi.
Hilmar kom í mark í fyrri ferðinni í dag á 45,14 sekúndum en seinni ferðin hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma. Alls er 61 keppandi í greininni og bestum tíma í fyrri ferð náði Aleksei Bugaev frá Rússlandi sem renndi sér niður á 41,13 sekúndum.