Aldís setti stigamet

Íslenski hópurinn
Íslenski hópurinn Ljósmynd/Skautasamband Íslands

Norðurlandamótinu á listskautum í Hørsholm í Danmörku lauk í dag en fimm keppendur kepptu fyrir Íslands hönd á mótinu. 

Aldís Kara Bergsdóttir (Senior Women) fékk á mótinu hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti. Í stuttu prógrammi 42.09 stig, í frjálsu prógrammi 77.66 stig sem leggjast saman í 119.75 heildarstig. Stigin skiluðu Aldísi Köru 9. sætinu á mótinu. Fyrra met átti Eva Dögg Sæmundsdóttir frá árinu 2018 og bætti Aldís Kara metið um tæplega 27 stig.

Auk Aldísar Köru kepptu þær Sædís Heba Guðmundsdóttir og Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir í stúlknaflokki og þær Júlía Rós Viðarsdóttir og Júlía Sylvía Gunnarsdóttir í unglingaflokki.

Í tilkynningu skautafélagsins segir m.a.:

„Allt í allt var þetta frábær frammistaða hjá öllum íslensku skauturunum.“

Aldís Kara Bergsdóttir
Aldís Kara Bergsdóttir Ljósmynd/Skautasamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert