Birgir og Lukka Reykjavíkurmeistarar

Mynd úr klifurkeppni Reykjavíkurleikanna.
Mynd úr klifurkeppni Reykjavíkurleikanna. Ljósmynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson

Birgir Óli Snorrason og Lukka Mörk Sigurðardóttur fögnuðu sigri í klifri á Reykjavíkurleikunum í kvöld en keppnin fór fram í Klifurhúsinu í Armúla.

Fimm karlar og fimm konur kepptu til úrslita en undankeppnin fór fram fyrr í vikunni. 

Valdimar Björnsson hafnaði í öðru sæti í karlaflokki og Birgir Berg Birgisson varð í þriðja sæti. Í kvennaflokki hafnaði Inga Arhus í öðru sæti og Katarína Eik Sigurðardóttir hafnaði í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert