SR mætir SA í úrslitum

Aron Leví Beck, markvörður SR, reynir að verjast Fjölnismönnum í …
Aron Leví Beck, markvörður SR, reynir að verjast Fjölnismönnum í kvöld. Ljósmynd/Bjarni Helgason

Skautafélag Reykjavíkur, SR, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Íslandsmótsins í íshokkí með þriggja marka sigri gegn Fjölni í Hertz-deild karla í Egilshöllinni í Grafarvogi.

Leiknum lauk með 7:4-sigri SR en það voru þeir Kári Arnarsson, Gunnlaugur Þorsteinsson, Níels Hafsteinsson, Pétur Maack og Björn Sigurðarson sem skoruðu mörk SR í leiknum.  

Falur Guðnason, Aron Knútsson, Hilmar Sverrisson og Róbert Pálsson skoruðu mörk Fjölnis.

SA er í efsta sæti deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki en SR er í öðru sætinu með 20 stig eftir ellefu leiki. Fjölnir rekur lestina með 3 stig í neðsta sætinu eftir ellefu leiki.

Það verða því SA og SR sem mætast í úrslitakeppni Íslandsmótsins sem hefst í mars þegar deildarkeppninni lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert