Ég hef einu sinni áður nýtt þennan vettvang til að skrifa um Pita Taufatofua. Taufatofua er hvað þekktastur fyrir að mæta ber að ofan og vel olíuborinn með fána Tonga á setningarathöfn Ólympíuleikanna. Hann gerði slíkt í þriðja skipti á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári.
Hann lætur sér ekki nægja að keppa í taekwondo á sumarólympíuleikunum heldur hefur hann einnig keppt í skíðaspretti á vetrarólympíuleikum.
Þar mætir kappinn einnig ber að ofan á athafnirnar, þrátt fyrir mikinn kulda. Hann lætur svo snjóleysi á Tonga ekki aftra sér þegar kemur að því að keppa á skíðum á stærsta sviðinu.
Í síðasta pistli mínum um hinn magnaða Taufatofua skrifaði ég nokkur orð um Tonga, sem er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi. Áður en sá pistill var skrifaður hafði ég lítið kynnt mér eyjaklasann. Því miður komst hann í heimsfréttirnar í byrjun árs vegna gríðarstórs eldgoss sem olli mikilli eyðileggingu á Tonga.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag