Bað ömmu sína um hjálp á ögurstundu

„Þetta hefur aldrei staðið tæpara,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona og Evrópumeistari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Kolbrún Þöll, sem er 22 ára gömul, varð Evrópumeistari með kvennalandsliði Íslands í hópfimleikum í Guimaraes í Portúgal í desember á síðasta ári.

Íslenska liðið hafnaði með jafn mörg stig og Svíþjóð sem varð í öðru sæti en íslenska liðið fagnaði sigri þar sem það vann fleiri greinar á Evrópumótinu.

„Ég var búinn að heyra dans- og trampólíneinkunnina þannig að ég var innstillt á það að ef við myndum gera fullkomnar æfingar á dýnu þá myndum við vinna,“ sagði Kolbrún Þöll.

„Eftir tvö föll þá hélt ég að þetta væri búið. Ég var með mynd af ömmu minni, sem lést á síðasta ári, inn á toppnum hjá mér og ég bað hana um hjálp áður en úrslitin voru tilkynnt.

Þetta var því allt saman mjög tilfinningaþrungið þegar úrslitin voru loksins tilkynnt,“ sagði Kolbrún Þöll.

Viðtalið við Kolbrúnu Þöll í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert