Gæti þetta ekki án foreldra minna

„Ég held að mamma hafi fylgt mér á öll stórmótin sem ég hef tekið þátt á og pabbi hefur fylgt mér á öll nema eitt,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona og Evrópumeistari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Kolbrún Þöll, sem er 22 ára gömul, var í lykilhlutverki með íslenska kvennalandsliðinu þegar liðið varð Evrópumeistari í hópfimleikum í Guimaraes í Portúgal í desember á síðasta ári.

Þá hafnaði hún í öðru sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins 2021 og var útnefnd íþróttakona Garðabæjar á dögunum en foreldrar hennar hafa alla tíð stutt mjög vel við bakið á henni.

„Ég er ótrúlega heppin með foreldra og þau elta mig út um allt,“ sagði Kolbrún Þöll.

„Það er ekki sjálfgefið að eiga svona stuðningsríka foreldra og þau eru klárlega stuðningsmenn númer eitt.

Þau sýna því sem ég er að gera fullan skilning og standa mjög þétt við bakið á mér þegar keppnistímabilið er í fullum gangi,“ sagði Kolbrún Þöll.

Viðtalið við Kolbrúnu Þöll í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert