Svíinn Nils van der Poel kom fyrstur í mark í úrslitum 5000 metra skautahlaupi karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking í morgun.
Van der Poel er heimsmetshafi í greininni, met sem hann setti fyrir aðeins tveimur mánuðum, og sló ólympíumet í morgun þegar hann kom í mark 6:08,84 mínútum og tryggði sér um leið ólympíugull.
Heimsmet van der Poels er 6:01,56 og var hann því talsvert frá því en það kom ekki að sök þar sem hann skákaði Hollendingnum Patrick Roest, sem nældi í silfurverðlaun.
Kom Roest í mark á 6:09,31 mínútum. Hallgeir Engebraaten frá Noregi var skammt undan á 6:09,88 mínútum og krækti í bronsið.