Náði besta tíma Íslendings

Baldvin Þór Magnússon sigraði í Tennessee.
Baldvin Þór Magnússon sigraði í Tennessee. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Baldvin Þór Magnússon náði í kvöld besta tíma Íslendings frá upphafi í míluhlaupi innanhúss þegar hann sigraði á háskólamóti í Tennessee í Bandaríkjunum.

Baldvin varð fyrstur Íslendinga til að hlaupa undir fjórum mínútum. Íslandsmet Hlyns Andréssonar í greininni er tveggja ára gamalt, 4:03,61 mínútur. Baldvin hljóp hinsvegar á 3:58,02 mínútum í kvöld.

Hann fær þetta þó ekki viðurkennt sem Íslandsmet þar sem hlaupið fór fram á 300 metra braut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert