Snorri Einarsson hafnaði í 29. sæti í 30 kílómetra skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum í Peking í morgun. Er það jafnbesti árangur íslensks keppanda í skíðagöngu á Ólympíuleikum.
Snorri kom í mark á 1:22:50,1, sex mínútum og 40 sekúndum á eftir Rússanum Alexander Bolshunov sem krækti í ólympíugullið.
Landi hans Denis Spitsov krækti í silfrið og Finninn Ivo Niskanen hafnaði í þriðja sæti og nældi í bronsverðlaun.
Snorri ræsti í 44. sæti og komst alla leið upp í 25. sæti þegar gangan var rétt tæplega hálfnuð áður en 29. sæti reyndist niðurstaðan.
Ívar Stefánsson náði sama árangri á Vetrarólympíuleikunum í Ósló árið 1952.
Snorri er fyrstur af Íslendingunum fimm sem keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking og var 30 kílómetra skíðaganga fyrsta greinin hans af fjórum.