Beat Feuz frá Sviss vann sitt fyrsta Ólympíugull í nótt þegar hann kom fyrstur í mark í bruni karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking.
Feuz, sem er 34 ára gamall, kom í mark á tímanum 1:42,69 mínútum og var tíu hundraðshlutum úr sekúndu á undan næsta manni, Johan Clarey frá Frakklandi en Clarey, sem er 41 árs gamall, varð í nótt sá elsti í sögu leikanna til þess að vinna til verðlauna í alpagreinum.
Matthias Mayer frá Austurríki hafnað í þriðja sæti og Norðmaðurinn Aleksander Kilde, sem var talinn sigurstranglegur fyrir greinina, varð í fimmta sæti.
Feuz vann til silfurverðlauna í risasvigi á leikunum 2018 í PyeongChang í Suður-Kóreu og einnig til bronsverðlauna í bruni á sömu leikum.
Hann er jafnframt fyrsti Svisslendingurinn til þess að vinna til fleiri en tveggja verðlauna á Vetrarólympíuleikum á alpagreinum.