Heimamenn sterkastir á skautunum

Ren Ziwei vann til ólympíugulls á heimavelli í dag.
Ren Ziwei vann til ólympíugulls á heimavelli í dag. AFP

Kínverjar tylltu sér í tvö efstu sætin í 1000 metra skautahlaupi karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking í dag.

Ren Ziwei kom fyrstur í mark á 1:26,768 mínútum og vann sér inn ólympíugull á meðan landi hans Li Wenlong  kom í mark á 1:29, 917 mínútum og náði í silfur.

Í þriðja sæti var hinn hálf kínverski Liu Shaoang sem keppir fyrir hönd Ungverjalands. Kom hann í mark á 1:35,693 mínútum og og nældi sér þar með í bronsverðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert