Kanadamaðurinn Max Parrot stóð uppi sem sigurvegari í brekkufimi á snjóbretti í karlaflokki á Vetrarólympíuleikunum í Peking í nótt.
Parrot, sem er 27 ára gamall, fékk 90,96 stig fyrir aðra ferð sína sem dugði honum til sigurs en heimamaðurinn Yiming Su frá Kína varð annar með 88,7 stig. Mark McMorris frá Kanada varð þriðji eð 88,53 stig.
Þetta voru fyrstu gullverðlaun Parrot á Vetrarólympíuleikum en hann greindist með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein í desember 2018. Árinu 2019 eyddi hann svo í strangri lyfjameðferð.
Parrot hafnaði í öðru sæti í greininni á leikunum í PyeonChang í Suður-Kóreu árið 2018 en gullverðlaunin í nótt voru fyrstu gullverðlaun Kanada á leikunum ár.