Slóvenía vann gífurlega sannfærandi sigur í blandaðri liðakeppni í skíðastökki á Vetrarólympíuleikunum í Peking í dag.
Slóvenska liðið, skipað bæði konum og körlum, fékk 506,4 stig fyrir stökk þess í fyrstu umferð og 495,1 stig í lokaumferðinni, sem reyndist meira en nóg til þess að tryggja sér ólympíugullið.
Samanlagt var liðið með 1001,5 stig, rúmlega 111 stigum fleiri en Rússland í sætinu fyrir neðan.
Rússar voru með samanlagt 890,3 stig og unnu sér inn silfurverðlaun á meðan Kanada var með 844,6 stig í þriðja sætinu og krækti í bronsið.