Sögulegur árangur 15 ára undrabarns

Kamila Valieva stal senunni í nótt.
Kamila Valieva stal senunni í nótt. AFP

Hin 15 ára gamala Kamila Valieva frá rússnesku ólympíunefndinni stal senunni í liðakeppni í listhlaupi kvenna á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking í nótt.

Rússneska ólympíunefndin fagnaði sigri í greininni en Valieva varð í nótt fyrsta konan til þess að lenda fjórföldum snúningi á Vetrarólympíueikum.

Árangur Valievu er sérstaklega eftirtektarverður þar sem hún byrjaði ekki að keppa í fullorðinsflokki fyrr en á þessu ári. 

Hún varð Evrópumeistari á dögunum í Tallinn í Eistlandi en þar náði hún líka sögulegum árangri þegar hún varð fyrsta konan til þess að fá meira en 90 stig fyrir æfingar sínar. 

Hún hlaut 178,92 stig fyrir æfingar sínar í nótt en Bandaríkin höfnuðu í öðru sæti í greininni og Japan varð í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert