Fetað í fótspor föður og móður

Ryan Cochran-Siegle, til vinstri, Matthias Mayer, fyrir miðju, og Norðmaðurinn …
Ryan Cochran-Siegle, til vinstri, Matthias Mayer, fyrir miðju, og Norðmaðurinn Aleksander Aamodt Kilde á verðlaunapallinum eftir risasvigið í morgun. AFP

Gull- og silfurverðlaunahafarnir í risasviginu á vetrarólympíuleikunum í Peking í morgun eiga það sameiginlegt að hafa fetað í fótspor foreldra sinna með því að komast á verðlaunapall.

Matthias Mayer frá Austurríki, sem vann gullverðlaun á sínum þriðju leikum, er sonur Helmuts Mayers sem fékk silfurverðlaun í risasviginu á vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988.

Barbara Cochran frá Bandaríkjunum fékk gullverðlaun í svigi á leikunum í Sapporo í Japan fyrir nákvæmlega 50 árum, árið 1972, en sonur hennar, Ryan Cochran-Siegle, krækti í silfurverðlaunin í risasviginu í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert