Frakkinn hirti gullið

Quentin Fillon Maillet kemur ánægður í markið eftir sigurinn í …
Quentin Fillon Maillet kemur ánægður í markið eftir sigurinn í dag. AFP

Frakkinn Quentin Fillon Maillet varð í dag ólympíumeistari í 20 kílómetra skíðaskotfimi á vetrarólympíuleikunum í Peking þegar hann stakk sér fram úr Norðmanninum Johannes Thingnes Bö.

Thingnes Bö virtist lengi sigurstranglegur en missti Frakkann framfyrir sig sem var fljótari á endasprettinum. Bö og Maillet brenndu báðir af tveimur skotum og skíðagangan réði því úrslitum á milli þeirra. Fillon Maillet kom að lokum í mark rúmlega hálfri mínútu á undan Norðmanninum, sem einnig mátti sjá á eftir silfrinu í hendurnar á Anton Smolski frá Hvíta-Rússlandi. 

Quentin Fillon Maillet mundar riffilinn í skíðaskotfiminni í dag.
Quentin Fillon Maillet mundar riffilinn í skíðaskotfiminni í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert